Skipholt 51, 105 Reykjavík (Austurbær)
Tilboð
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sameiginlegum inngangi.
3 herb.
88 m2
Tilboð
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1963
Brunabótamat
39.650.000
Fasteignamat
60.400.000

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu fallega, bjarta og vel skipulagaða 3ja herbergja íbúð á 1. hæð með rúmgóðum svölum til vesturs í litlu fjölbýli á frábærum stað við Skipholt í Reykjavík. Búið er að endurnýja glugga í austurhlið hússins og nýlega er búið að drena. 

Fyrirhugað fasteignamat eignarinnar fyrir árið 2026 er kr. 66.750.000.-

Samkvæmt Fasteignaskrá Íslands er íbúðin 88,6 fermetrar og þar af er geymsla er 4,7 fermetrar. Íbúðin skiptist í hol, eldhús, baðherbergi, hjónaherbergi, barnaherbergi, borðstofu og stofu. Í sameign hússins eru sameiginlegt þvottaherbergi, þurrkherbergi og sameiginleg hjóla- og vagnageymsla.

Eignin getur verið laus til afhendingar við undirritun kaupsamnings.


Lýsing eignar:
Stigagangur, flísalagt andyri og teppalagt stigahús.
Forstofa, dúklögð með fataskáp.
Hol, rúmgótt og dúklagt.
Stofa / borðstofa, parketlögð, rúmgóð og björt. Frá stofu er útgengi á rúmgóðar vestursvalir.
Eldhús, dúklagt, upprunaleg innrétting með flísum á milli skápa og góðri borðaðstöðu.
Baðherbergi, flísalagt gólf og veggir, baðkar með sturtuaðstöðu.
Hjónaherbergi, parketlagt og rúmgott með fataskápum.
Barnaherbergi, parketlagt.

Í kjallara hússins eru:
Sérgeymsla, 4,7 fermetra að stærð, máluð gólf og hillur.
Sameiginlegt þvottaherbergi, með glugga, máluð gólf og sameiginlegar vélar.
Þurrkherbergi, máluð gólf.
Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla, með útgengi á lóð til austurs.

Staðsetning eignarinnar er mjög góð í miðborg Reykjavíkur og stutt er í leikskóla, grunnskóla, menntaskóla, verslanir og þjónustu. Einnig er göngufæri í Laugardalinn.

Lóðin, er fullfrágengin með góðri aðkomu og fjölda bílastæða framan við húsið á lóð til vesturs. Austan við húsið er stór sameiginlegur garður. 

Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu [email protected]

Forsendur söluyfirlits:

Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignamarkaðurinn ehf. fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.