Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu lífsstíls- og gjafavöruverslunina FOK, sem rekinn hefur verið í 7 ár. Verslunin er mjög vel staðsett í verslunarmiðstöðinni Hyrnutorgi sem er miðsvæðis í Borganesi og viðkomustaður flestra íbúa og ferðamann sem eiga leið um Borganes.
Rýmið var mikið endurnýjað fyrir 6 árum og er einstaklega glæsilegt. Verslunin bíður upp á vandaðan fatnað fyrir dömur og herra, einnig gott úrval af vandaðri gjafa- og hönnunarvöru frá þekktum framleiðendum ásamt útivistafatnaði og skóm. Verslunin er með samninga við góða byrgja bæði innanlands og erlendis og rekur glæsilega heimasíðu ásamt netverslun. Verslunin hefur verið mjög virk á samfélagsmiðlum og hefur þar marga fylgjendur ásamt stórum og tryggum hóp viðskiptavina í raunheimi.Húsnæðið, er leiguhúnæði og er 103,9 fermetrar að stærð, það er bjart og rúmgott með mikilli lofthæð og góðri lýsingu. Í rýminu eru lausar innréttingar og afgeiðsluborð. Húsnæðið er í verslunarmiðstöðinni Hyrnutorgi þar sem boðið er upp á fjölbreytta þjónustu, t.d. matvöruverslun, íþróttavöruverslun, apótek, sjúkraþjálfarar og fleira. Næg bílastæði eru fyrir utan.Nánari lýsing húsnæðis:Inngangur, það eru tveir inngangar í Hyrnutorgið, rúmgóður sameiginlegur gangur og tvær sameiginlegar snyrtingar
Verslun, rúmgott verslunarrými með mikilli lofthæð og gólfsíðum gluggum í tvær áttir. Parketdúkur er á gólfum, falleg lýsing og lausar innréttingar. Lokuð geymsla/lager, aðgengilegt úr stiga, er yfir starfsmannasvæði.
Starfsmannaaðstaða, snyrting og kaffistofa eru bakatil í versluninni. Kaffistofa er einnig nýtt sem lager.
Hér er um að ræða góðan rekstur með fjölda tryggra viðskiptavina sem hefur verið rekinn í sama húsnæði í 7 ár og skapað sér gott orðspor og nokkra sérstöðu.
Allar nánari upplýsingar varðandi reksturinn er að fá hjá Sigríði Kjartansdóttur, lögg. fasteignasala, í síma 570-4500 eða á netfanginu [email protected]