Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu virkilega bjarta, vel skipulagða og fallega 5 herbergja 149,5 fermetra útsýnisíbúð á 5. hæð með tvennum svölum og sér bílastæði í lokaðri bílageymslu í nýlega viðgerðu og góðu fjölbýlishúsi með lyftu við Eiðistorg á Seltjarnarnesi.
Eignin skiptist í forstofu, hol, tvö barnaherbergi, hjónaherbergi, stórar stofur, eldhús og gang með vinnuaðstöðu.
Samkvæmt upplýsingum frá seljendum hefur húsið fengið gott viðhald síðustu ár. Húsið var tekið í gengn á árunum 2018-2020. Þak endurnýjað þ.e. skipt um járn og pappa. Einnig var skipt um tréverk þar sem það átti við. Múrviðgerðir og málun á öllu húsinu. Skipti um teppi í stigagangi og málað 2021. Skipt um dyrasímakerfi 2023. Settar voru upp raf-hurðapumpur árið 2023. Neysluvatnslagnir í stigahúsinu hafa verið endurnýjaðar sem og forhitari í lagnagrind. Lyfta í stigahúsinu var erndurnýjuð árið 2021.Lýsing eignar:Forstofa, flísalögð.
Gangur / Hol, parketlagt og með fataskápum.
Barnaherbergi I, parketlagt og með fataskápum.
Eldhús, parketlagt og með góðri borðaðstöðu. Hvírtar + beykiinnréttingar með flísum á milli skápa, tengi fyrir uppþvottavél og góðu borðplássi.
Samliggjandi stofur, parketlagðar, stórar og bjartar með gluggum til suðurs og norðurs, frábæru útsýni og útgengi á tvennar svalir. Suðursvalir eru rúmgóðar og skjólsælar með fallegu útsýni yfir Álftanesið og að Reykjanesi og norðursvalir eru með fallegu útsýni út á sundin að Snæfellsjökli, Arkafjalli, Esju og víðar.
Gangur, innaf holi, er parketlagður og með vinnuaðstöðu innst við glugga til norðurs þaðan sem nýtur fallegs útsýnis.
Baðherbergi, flísalagt gólf og veggir, innrétting, handklæðaofn, sturtuklefi og góð innrétting með stæðum fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð.
Barnaherbergi II, parketlagt og rúmgott með fataskápum og fallegu útsýni út á sundin.
Hjónaherbergi, stórt, parketlagt, miklir fataskápar og fallegt útsýni að Snæfellsjökli, út á sjóinn og víðar.
Sér bílastæði í bílageymsluhúsi á lóð fylgir með íbúðinni.
Í kjallara hússins eru:Sérgeymsla, 12,5 fermetrar að stærð.
Sameiginlegt þvottaherbergi, mjög snyrtilegt með gluggum og sameiginlegum vélum.
Sameiginleg hjólageymsla er á jarðhæð hússins og er hún með útgengi á framlóð.
Sameign er öll mjög snyrtileg og vel umgengin.
Lóðin er fullfrágengin með góðri aðkomu og fjölda bílastæða á malbikuðum bílaplönum.
Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á eftirsóttum stað þaðan sem stutt er í leikskóla, skóla, verslanir og þjónustu.
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu [email protected]