Fasteignamarkaðurinn ehf. kynnir til sölu glæsilega 118,4 fermetra 3ja herbergja íbúð á 4. hæð með útsýni út á Reykjavíkurhöfn og að Arnarhóli. Íbúðin stendur við Kolagötu 1 á Hafnartorgi í nýlegu húsi byggðu af ÞG Verk í hjarta miðbæjarins.
Íbúðin er frábærlega staðsett í nálægð við alla menningu og verslun og þjónustu sem Miðborgin hefur upp á að bjóða. Allar innréttingar og tæki eru sérvaldar af innanhúsarkitekt til að mynda eina stílhreina heild og eru öll tæki og tæknibúnaður fyrsta flokks. Allt ytra efnisval bygginganna er í hæsta gæðaflokki sem og allur lóðarfrágangur.
Íbúðin er hið glæsilegasta eins og fyrr greinir með fallegum innréttingum frá Noblessa og borðplötum úr vönduðu Meganite Carrara efni. Öll eldhústæki eru af vandaðri gerð frá Siemens og vínkæli í eldhúseyju. Aukin lofthæð og allar innihurðar extra háar og framleiddar af HBH smíðaverkstæði. Myndavéladyrasími og blöndunartæki af vönduðustu gerð frá Vola (Tengi). Rafkerfi útihurðir eru raflæstar og tengdar heildstæðu aðgangsstýrikerfi. E-Net ljósastýrikerfi frá GIRA er í öllum íbúðum sem býður upp á notkun smáforrits (app) í snjalltækjum til að stýra ljósum. Hita og loftræstikerfi pípulagnakerfi hússins (innan íbúða) er leitt í gegnum lóðrétta lagnastokka. Ofnalagnir eru innsteyptar rör-í-rör og ofnar eru með vönduðum ofnlokum frá Danfoss
Íbúðin skiptist í forstofu, þvottaherbergi, tvö baðherbergi, bæði með gólfhitalögnum, stofu með svölum til austurs, eldhús, barnaherbergi og hjónaherbergi og eigninni fylgir sérgeymsla í kjallara hússins.Lýsing eignar:Forstofa, parketlögð og með fataskápum.
Þvottaherbergi, flísalagt og með góðum innréttingum með stæðum fyrir vélar í vinnuhæð.
Baðherbergi I, er innaf forstofu/holi, flísalagt gólf og veggir, gólfhiti, innrétting með vandaðri borðplötu með innfelldum vaski og Vola tækjum, speglaskápar með lýsingu, vegghengt wc og flísalögð sturta með sturtugleri og innbyggðum Vola tækjum í vegg.
Hjónaherbergi, stórt, parketlagt og með fataskápum á heilum vegg.
Baðherbergi II, stórt, flísalagt gólf og veggir, gólfhiti, frístandandi baðkar með Vola blöndunartækjum í vegg og sturtuaðstöðu. Innrétting með vandaðri borðplötu með innfelldum vaski og Vola tækjum, vegghengt wc og speglaskápar með lýsingu í.
Eldhús, opið við stofu, parketlagt, bjart og rúmgott. Fallegar og vandaðar innréttingar með Meganite Carrara á borði og á milli skápa, innbyggð uppþvottavél og innbyggður ísskápur með frysti. Stór eyja með innbyggðum vínkæli, spanhelluborði og háfi í borði. Frá eldhúsi er virkilega fallegt útsýni yfir höfnina og að Arnarhóli og nýtur kvöldsólar og morgunsólar í eldhúsi.
Stofa, parketlögð, björt og rúmgóð með gluggum í tvær áttir og útgengi á svalir til austurs með glerhandriði. Frá stofu er virkilega fallegt útsýni yfir höfnina og að Arnarhóli og nýtur kvöldsólar og morgunsólar í stofu.
Herbergi II, parketlagt og rúmgott og gert ráð fyrir fataskápum. Léttur veggur skilur að herbergi og stofu og því hægt að stækka stofuna sem þessu rými nemur.
Í kjallara hússins eru:Sérgeymsla, sem er 7,4 fermetrar að stærð.
Sameiginleg hjólageymsla.Einstakt hús í hjarta borgarinnar.Hafnartorg skartar 70 hágæða íbúðum, allt frá stílhreinum tveggja herbergja íbúðum upp í stórglæsilegar þakíbúðir með einstöku útsýni. Allar innréttingar og tæki eru sérvaldar af innanhúsarkitekt til að mynda eina stílhreina heild og eru öll tæki og tæknibúnaður fyrsta flokks. Allt ytra efnisval bygginganna er í hæsta gæðaflokki sem og allur lóðarfrágangur. Undir húsunum er stærsti bílakjallari landsins sem nær allt til Hörpunnar. Íbúðirnar eru frábærlega staðsettar í nálægð við menningu, sögu, verslun og þjónustu. Lúxus fasteignir í hjarta Reykjavíkur með iðandi mannlíf allt um kring.
Bílakjallari. sem er opinn allan sólarhringinn alla daga ársins. Mikið erlagt upp úr frágangi hvað varðar lýsingu, merkingar og að auki verður fullkomið leiðsagnarkerfi til að auðvelda að finna stæði eða fá leiðbeiningar um hvar bílar eru staðsettir og hvernig eigi að komast að og frá þeim stað sem eigandi bíls er staddur í byggingunum. Íbúum stendur til boða að leigja bílstæðakort skv. samkomulagi á milli íbúa í hverfinu og eiganda bílageymslunnar.
Hönnuðir.Arkitektar hússins eru PKdM arkitektar. Stofan sem var stofnuð af Pálmari Kristmundssyni arkitekt hefur unnið til fjölda verðlauna hér heima og erlendis fyrir framúrskarandi hönnun.
Guðbjörg Magnúsdóttir, sem er meðal þekktustu innanhússhönnuða landsins, hannaði og sá um efnisval inn í allar íbúðir á 2-5 hæð húsanna.
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu [email protected]