Fasteignamarkaðurinn ehf., s. 570-4500 kynnir 155 fermetra frístundarhús á skipulögðu sumarhúsasvæði í landi Signýjarstaða í Borgarbyggð með glæsilegu útsýni í átt að Húsafelli, Eiríks- og Langjökli. Húsið stendur á 9.928,0 fermetra eignarlóð og er á einni hæð, steinsteypt og klætt að utan. Við hönnun verkefnisins var horft til þess að hanna byggingu sem fellur vel að umhverfinu með náttúruna í forgrunni, þar sem hægt er að njóta útsýnisins í gegnum stóra og fallega útsýnisglugga.
Húsið skiptist í anddyri, eldhús, alrými/borðstofu, þrjú svefnherbergi og baðherbergi með saunaklefa innaf. Útgengi er á verönd úr öllum herbergjum og baðherbergi.Húsið er steinsteypt og klætt að utan. Gólfhiti er í botnplötu og stórir steyptir veggir með stálmótaáferð eftir öllu alrýminu. Nánast allir gluggar eru gólfsíðir gluggar. Útveggir eru klæddir með lóðréttri timburklæðningu í svörtum lit með álklæðningu renninga í RAL 7016 lit á milli timburborða í stíl við glugga. Stór skjólsæl verönd til suðurs með útiflísum með náttúrusteina útliti þar sem verður heitur pottur með steyptum veggjum í kringum úr borðaklæddri sjónsteypu. Að inngangi hússins eru steyptir flekar annars skilast lóðin grófjöfnuð og möl verður í bílastæðum. Gert er ráð fyrir þremur bílastæðum. Leyfilegt að byggja 100 fermetra gestahús eða leiktækjaskúr á lóðinni.Húsið er í dag á byggingarstigi B1, en hægt er að fá húsið lengra komið skv. samkomulagi. Sjá nánari skilalýsingu.Nánari lýsing: Anddyri: Komið inn í anddyri, parket á alrými. Fataskápur til vinstri og þvottahús / geymslu til hægri.
Eldhús: Parketi á gólfi, dökk/svört innréttingu, eyju með span helluborði og vönduðum tækjum.
Alrými/borðstofa: Parket á gólfi, stórir gluggar og rennihurð út á suðurverönd. Stórir og fallegir sjónsteypuveggir eftir öllu rýminu. Loft klædd með hljóðeinangrandi plötum
Hjónaherbergi: Parket á gólfi með rennihurð út á suðurverönd. Sér baðherbergi með sturtu og útgengi út á suðurverönd.
Gestaherbergi: Parket á gólfi og og útgengi út á suðurverönd.
Gestaherbergi: Parket á gólfi og útgengi út á suðurverönd.
Baðherbergi: Flísalagt, upp hengdu WC og rúmgóð sturta. Dökk innrétting. Frá baði er hægt að ganga inn í sauna klefa og út á suðurverönd.
Stutt er í margar náttúruperlur og afþreyingu en má þar nefna Reykholt og Snorrastofu, Víðgemli, Surtshelli, Barnafossa og Hraunfossa, Húsafell og Giljaböð, Langjökul og íshellinn, Arnavatnsheiði, Deildatunguhver og Krauma, Geitfjársetrið og margt fleira. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu [email protected]