Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu virkilega glæsilegt, vel skipulagt og mjög mikið endurnýjað 311,3 fermetra einbýlishús á þremur hæðum með aukaíbúð í hluta kjallara og frístandandi 34,0 fermetra nýlegum bílskúr á mjög eftirsóttum, rólegum og grónum stað við Túngötu í Reykjavík.
Eignin stendur á 460,0 fermetra glæsilegri lóð með hellulagðri rúmgóðri tveggja bílastæða innkeyrslu fyrir framan bílskúr, fallegum gróðri og afgirtri baklóð með stórum veröndum til suðurs.
Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á sl árum sbr upptalningu hér að neðan:
- 2003 lóð girt af með skjólveggjum
- 2009 útbúið annað baðherbergi með baðkari á efri hæð
- 2016 opnað á milli stofu og eldhús, ný eldhúsinnrétting.
- 2016 skipt um öll gólfefni á aðalhæð hússins og settu gólfhiti í eldhús og aðra stofu
- 2016 gluggar í stofu endurnýjaðir
- 2018 baðherbergi I á efri hæð endurbætt og sett ný flísalögð sturta og sturtugler
- 2023 settar upp þakrennur og niðurföll á hús og bílskúr úr zinki
- 2023 stór gluggi við stiga á milli hæða endurbyggður
- 2024 þvottaherbergi í kjallara allt endurnýjað, útveggir einangraðir, ný vönduð gólfefni, nýtt rafmagn og ný rafmagnstafla fyrir þvottaherbergi og eldhús
Auk ofangreinds hefur húsið fengið mjög reglulegt og gott viðhald sbr. þakjárn og tréverk málað með reglulegu millibili.Lýsing eignarinnar:1. hæð hússins er 93,0 fermetrar að stærð og skiptist þannig:Forstofa, flísalögð.
Hol, flísalagt og með fatahengi og glugga.
Gestasnyrting, með glugga, flísalagt gólf, vaskskápur og vegghengt wc.
Innra hol, flísa- og parketlagt og þaðan gengið í stofur og í eldhús auk aðgengis að stiga í kjallara.
Setustofa, parketlögð, björt og rúmgóð með útgengi á stigapall til suðurs og þaðan niður á glæsilega afgirta og skjólsæla lóð til suðurs.
Borðstofa, parketlögð, björt og rúmgóð með gólfhita og mjög fallegum arni úr náttúrusteini.
Eldhús, opið við borðstofu, parketlagt og bjart með mjög fallegum hornglugga. Sérsmíðaðar nýlegar hvítar + eikarinnréttingar með kvartsteini á borði, innbyggðum ísskáp, innbyggðri uppþvottavél og tveimur ofnum. Stór eyja með góðum hirslum, áfastri borðaðstöðu og kvartsteini á borði.
2. hæð hússins er 89,6 fermetrar að stærð og skiptist þannig:Gengið er upp á efri hæð hússins um mjög fallegan og glæsilegan parketlagðan viðarstiga með fallegu viðarhandriði og stórum glugga til norðurs.Stigapallur, parketlagður og rúmgóður og þaðan gengið í allar vistarverur á efri hæð. Innbyggður fataskápur er innaf stigapalli.
Barnaherbergi I, parketlagt og rúmgott með innbyggðum fataskáp.
Baðherbergi I, flísalagt og rúmgott með glugga. Flísalagt gólf og veggir, stórt baðkar, fallegar innréttingar og innbyggður skápur í vegg.
Barnaherbergi II, parketlagt og stórt.
Hjónaherbergi, parketlagt og stórt með miklum fataskápum og útgengi á flísalagðar svalir til suðurs.
Baðherbergi II, flísalagt gólf og veggir að hluta, innrétting, fastar hillur, vegghengt wc, handklæðaofn og nýleg flísalögð sturta með sturtugleri. Úr baðherbergi er útgengi á flísalagðar svalir til suðurs.
Kjallari hússins er 94,7 fermetrar að stærð og að hluta nýttur með efri hæðum en einnig er í kjallara aukaíbúð með sérinngangi af lóð.Gengið er niður korklagðan viðarstiga í þann hluta kjallara sem nýttur er með efri hæðum úr holi aðalhæðar. Á millipalli er aukainngangur í húsið.Hol, sem nýtt er sem fataherbergi.
Þvottaherbergi, stórt og allt ný endurnýjað. Mjög vandaðar flísar á gólfi, miklir skápar og góð innrétting með stæðum fyrir vélar í vinnuhæð, vinnuborði og vaski.
Aukaíbúð í kjallara, sem bæði er með sérinngangi og einnig er innangengt í skiptist þannig:Forstofa / gangur, korklagður og með fatahengi.
Baðherbergi, með glugga, flísalagt gólf og veggir, innrétting, vegghengt wc, flísalögð sturta með glerhurð og baðkar.
Stofa/eldhús í einu rúmgóðu rými, parketlögðu og með góðri lítilli innréttingu með ísskáp, helluborði og háfi yfir. Góð borðaðstaða er á föstu borði innréttingar.
Svefnherbergi, stórt, spónaparketlagt.
Bílskúr, er byggður árið 1990 og er með mikilli lofthæð og millilofti yfir hluta. Rennandi heitt og kalt vatn, rafmótor á bílskúrshurð, göngudyr af verönd á baklóð og góðir gluggar.
Húsið að utan lítur mjög vel út, steinað með marmarasalla, þakjárn lítur vel út sem og gler og gluggar og þakrennur og niðurföll eru nýlega endurnýjuð.
Lóðin er virkilega falleg, gróin og ræktuð. Á framlóð eru rúmgóð hellulögð innkeyrsla með hitalögnum undir, hellulögð stétt með hitalögnum undir og falleg gróðurbeð. Á baklóð, sem öll er afgirt og með tveimur hurðum með læsingum í eru stórar hellulagðar og skjólsælar verandir til suðurs, falleg gróðurbeð og tyrfð flöt.
Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á eftirsóttum, rólegum og grónum stað ofarlega við Túngötu þaðan sem stutt er í leikskóla, skóla, verslanir og þjónustu auk þess sem stutt er í iðandi mannlíf miðborgarinnar.
Allar nánari upplýsingar og tímapantanir á skoðun veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu [email protected]