Fasteignamarkaðurinn ehf., s. 570-4500 kynnir til sölu frábærlega staðsetta 1.830,0 fermetra byggingarlóð fyrir einbýlishús við Engjaveg nr. 14 í Mosfellsbæ.
Lóðin, sem er eignarlóð, er 1.830,0 fermetrar að stærð , er á virkilega fallegum og skjólsælum útsýnisstað á móti vestri og liggur lóðin alveg niður að Varmá.
Skv. fyrirliggjandi skipulagi er heimilt að reisa 250,0 fermetra einbýlishús á lóðinni en hugsanlega væri hægt að fá það byggingarmagn aukið. Skv. skipulagi skal húsið vera á tveimur hæðum, ein hæð götumegin en tvær hæðir nær ánni til suðvesturs.