Vesturbrún 12, 104 Reykjavík (Vogar)
215.000.000 Kr.
Hæð/ Hæð í tvíbýlishúsi
7 herb.
276 m2
215.000.000
Stofur
2
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1957
Brunabótamat
106.250.000
Fasteignamat
152.650.000

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu einstaklega fallegt 276,5 fermetra sérbýli við Vesturbrún í Reykjavík, 1. og 2. hæð hússins auk rýmis í kjallara og bílskúrs,  í mjög fallegu og frábærlega staðsettu húsi sem teiknað er af Sigvalda Thordarson og byggt árið 1957.
Eignin stendur á frábærum útsýnisstað og nýtur ótrúlega fallegs útsýnis til allra átta frá efri hæðinni.  Fernar svalir eru á eigninni. Húsið hefur fengið að halda í upphaflegan stíl að stórum hluta, m.a. innihurðir og palisander á hluta veggja. 

Athugið að ekki verður haldið opið hús í eigninni heldur verður hún eingöngu sýnd áhugasömum aðilum skv. tímapöntunum.  Vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið [email protected] til að fá nánari upplýsingar um eignina og til að bóka tíma fyrir skoðun hennar.

Eignin skiptist þannig að 1. hæðin er 115,6 fermetrar, efri hæðin er 101,2 fermetrar , bílskúr er 33,3 fermetrar og rými í kjallara er 26,4 fermetrar.

Eignin hefur verið þó nokkuð endurnýjuð á sl. árum.
2019 - Þakjárn, þakrennur og niðurföll endurnýjuð.
2022 - Klóaklagnir undir húsi og að lóðarmörkum fóðraðar
2022 - Lagðar nýjar drenlagnir í kringum húsið
2008 - Baðherbergi á 1. hæð endurnýjað og lagðar nýjar neysluvatnslagnir í það frá grind í bílskúr.
2021 - Eldhúsinnrétting endurnýjuð


Lýsing eignar:
Forstofa, mjög rúmgóð, flotað gólf og fatahengi.
Gestasnyrting, með glugga, flísalagt gólf og veggir og vegghengt wc. 
Herbergi I, innaf forstofu, teppalagt gólf. 
Hol, flotað gólf og palisander á tveimur veggjum. Úr holi liggur mjög fallegur stigi upp á efri hæð eignarinnar.
Herbergi II, mjög stórt, parketlagt og með útgengi á mjög stórar, nýlegar svalir til suðurs og vesturs.
Herbergi III, sem bæði er innangengt í úr forstofu og úr herbergi II er parketlagt og mjög rúmgott. Í þessu rými eru einnig lagnir fyrir eldhúsi.
Gangur, parketlagður og með stórum línskáp.
Baðherbergi, endurnýjað, stórt og með glugga. Flísalagt gólf með gólfhita, flísalagðir veggir, innrétting, flísalögð stór sturta og baðkar.
Herbergi IV, linoleumdúklagt og mjög rúmgott.
Herbergi V, parketlagt og rúmgott með fataskápum.

Gengið er upp á efri hæð eignarinnar um mjög fallegan upprunalegan viðarstiga.

Borðstofa, stór, björt og parketlögð með einstöku útsýni yfir borgina, út á sjóinn, að Snæfellsjökli, Akrafjalli og víðar.
Sólskáli, útaf borðstofu er nýr og með ofni. Skálinn er 16,2 fermetrar að stærð og frá honum nýtur einstaks útsýnis.  Úr skála er útgengi á tvennar svalir, bæði til austurs og vesturs.
Samliggjandi setu- og arinstofa, stórar, parketlagðar og með aukinni lofthæð í hluta með óbeinni lýsingu. Arinn er stór og fallegur.  Frá stofu nýtur virkilega fallegs útsýnis, m.a. yfir borgina og að Snæfellsjökli.
Eldhús, nýlega endurnýjað, korklagt, stórt og bjart með gluggum í tvær áttir og útgengi á svalir til suðurs með fallegu útsýni, m.a. að Helgafelli og Bláfjöllum. Fallegar hvítar innréttingar með viðarborðplötu, tengi fyrir uppþvottavél og spanhelluborði. Mjög góð borðaðstaða með föstum skenk á einum vegg.

Í kjallara, sem innangengt er í úr forstofu um góðan steyptan lakkaðan stiga, er 26,4 fermetra rými.
Þvottaherbergi, með gluggum, flísalagt gólf og útgengi á lóð.
Geymsla, mjög rúmgóð með glugga, flísalagt gólf og veggir og sturtuklefi.

Bílskúr, sem er 33,3 fermetrar að stærð er með rafmagni, hita, rennandi vatni, nýlegri innkeyrsluhurð með mótor, góðum gluggum og göngudyrum. 

Húsið að utan lítur vel út.  Þakjárn á húsi og bílskúr er nýlega endurnýjað sem og þakrennur og niðurföll. Efri hæð hússins er klædd að utan með efni með innbrenndum lit.  Drenlagnir í kringum húsið voru lagaðar fyrir 2 árum síðan og á sama tíma voru klóaklagnir undir húsi og að lóðarmörkum fóðraðar.

Lóðin, sem er 697,0 fermetrar að stærð, lítur vel út.  Hellulögð innkeyrsla fyrir 2 bíla sem er í séreign íbúðarinnar er fyrir framan bílskúr og er hún með hitalögnum undir. Hellulögð stétt fyrir framan húsið og niður á baklóð þess er með hitalögnum undir. Fallegur trjágróður og tyrfðar flatir eru á lóð, sem að mestu er í óskiptri sameign með íbúð á jarðhæð.  Undir stórum svölum útaf herbergi á 1. hæð er góð köld geymsla.

Staðsetning eignarinnar er einstaklega góð á eftirsóttum stað í Laugardalnum og frá eigninni nýtur virkilega fallegs útsýnis.

Eignarhlutinn á forkaupsrétt að íbúð á jarðhæð þannig að í framtíðinni væri hægt að breyta eigninni í einbýlishús.

Allar nánari upplýsingar veittar á skrirfstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu [email protected]

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignamarkaðurinn ehf. fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.