Opið hús: 25. febrúar 2025 kl. 17:00 til 17:30.Rofabær 31 - Glæsileg og algjörlega endurnýjuð íbúð á 2. hæð á frábærum stað í Árbæ. Opið hús þriðjudaginn 25. febrúar á milli kl. 17.00 og 17.30 - Verið velkomin.
Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu virkilega fallega, bjarta, vel skipulagða og algjörlega endurnýjaða 113,8 fermetra 4ra herbergja endaíbúð með gluggum í þrjár áttir í litlu og mikið endurnýjuðu fjölbýlishúsi á frábærum stað við Rofabæ í Reykjavík. Sameiginleg hjólgeymsla og þvottahús er í kjallara ásamt sérgeymslu sem er 4,9 fermetrar.
Mikil endurnýjun hefur átt sér stað bæði er varðar íbúðina hið innra og húsið að utan frá lok 2020 samkvæmt upptalningu hér að neðan:Íbúðin hið innra:- Nýtt gólfefni lagt á alla íbúðina.
- Allar Innihurðir nýjar frá Birgison ásamt skápum á gangi og í herbergjum.
- Baðherbergi endurnýjað
- Ný eldhúsinnrétting frá Ikea ásamt tækjum.
- Allir tenglar nýir ásamt nýrri rafmagnstöflu fyrir eldhús og endurnýjun í töflu fyrir íbúð
Húsið :- Skipt var um alla glugga í húsinu sem við átti og eru allir gluggar í íbúð nýjir nema einn.
- Húsið múrgert og málað 2022.
- Bílastæði var jarðvegsskipt, malbikað og lagt var fyrir rafhleðslu, en á eftir að setja upp staura.
- Sameiginlegur bakgarður endurnýjaður.
-Stigagangur málaður 2025.
Lýsing eignar:
Inngangur, sameiginlegur með flísum á andyri og tepplögðu stigahúsi.
Forstofa, parketlögð og með fataskáp.
Hol, rúmgott og parketlagt.
Eldhús, rúmgott,
parketlagt með hvítri Ikea innréttingu, eyju með spanhelluborði, innbyggðri uppþvottavél og ískáp, tveir ofnar í vinnuhæð, plötur úr Fantófel á borðum og hluta veggjar, búrskápur og skápar undir þvottavél og þurrkara.
Borðstofa, parketlögð, opin við hol og stofu.
Stofa, parketlögð með gluggum í tvær áttir og útgengið á suðursvalir.
Svefnherbergisgangur, parketlagður.
Barnaherbergi I, parketlagt með fataskáp.
Barnaherbergi ll, parketlagt með fataskáp.
Hjónaherbergi, parketlagt með fataskápum.
Baðherbergi, með glugga,
flísalagt gólf og veggir, innrétting, handklæðaofn, upphengt wc og flísalögð sturta.
Í kjallara hússins eru:Sérgeymsla, 4,9 fermetrar að stærð, máluð gólf og hillur.
Sameiginleg hjólageymsla, með útgengi á lóð.
Sameiginlegt þvottaherbergi, með glugga og máluð gólf.
Húsið að utan lítur vel út. Búið að múrgera og mála húsið ásamt því að skipt var um alla glugga er við átti. Sameign hússins er snyrtileg og nýmálaður uppgangur.
Lóðin er fullfrágengin og með góðri aðkomu og fjölda bílastæða á nýmalbikuðu bílaplani við húsið. Einnig er búið að endurbæta lóð, stéttir og setja ný leiktæki.
Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á grónum og fallegum stað við Rofabæ í Árbæ þaðan sem göngufæri er í Árbæjarskóla, leikskóla, íþróttasvæði, verslanir og þjónustu. Einnig er stutt í fallegar gönguleiðir við Elliðárdal.
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu [email protected]
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignamarkaðurinn ehf. fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.