Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu virkilega fallega 77,7 fermetra 3ja herbergja útsýnisíbúð á 9. hæð með tvennum svölum auk sér bílastæðis í lokaðri og upphitaðri bílageymslu með rafhleðslustöð í þessu eftirsótta húsi fyrir eldri borgara við Skúlagötu 20 í Reykjavík. Íbúðin er nýmáluð að innan, granít er í gluggakistum og íbúðin getur verið laus til afhendingar við kaupsamning.
Húsvörður er í húsinu, tvær lyftur í þessum hluta hússins og myndavéladyrasími. Eignina má eingöngu selja félögum í Félagi eldri borgara sem eru 60 ára og eldri.
Útsýni frá íbúðinni er m.a. út á sundin, innsiglinguna í Reykjavíkurhöfn, að Akrafjalli, Esjunni og víðar. Húsvörður er í húsinu og í næsta húsi er ýmiskonar þjónusta og afþreying fyrir eldri borgara, sem íbúar í Skúlagötu 20 hafa aðgang að. Í húsinu við hliðina rekur Reykjavíkurborg Vitatorg, þjónustu fyrir eldri borgara, og þar er í boði m.a. matur og ýmiss félagsstörf, sjá nánar: https://reykjavik.is/stadir/lindargata-59-samfelagshusLýsing eignar:Forstofa, parketlögð og með innbyggðum fataskápum.
Sjónvarpsstofa, parketlögð og með gluggum til vesturs og frábæru útsýni. Úr sjónvarpsstofu er útgengi á yfirbyggðar opnanalegar flísalagðar svalir til vesturs með virkilega fallegu útsýni út á sjóinn og yfir borgina.
Svalir I, snúa til vesturs, flísalagðar, yfirbyggðar og opnanlegar. Glæsilegt útsýni út á sundin, Reykjavíkurhöfn og víðar.
Eldhús, opið við stofu,
parketlagt, opnanlegur gluggi til vesturs, fallegar sprautulakkaðar + viðarinnréttingar með flísum á milli skápa, innbyggðri uppþvottavél og graníti á borðum.
Stofa, rúmgóð, björt og parketlögð með gluggum til vesturs og norðurs og glæsilegu útsýni. Úr stofu er útgengi á svalir til norðurs sem eru flísalagðar, yfirbyggðar og opnanlegar.
Svalir II, snúa til norðurs, flísalagðar, yfirbyggðar og opnanlegar. Glæsilegt útsýni út á sundin, að Esjunni og austur yfir borgina.
Svefnherbergi, parketlagt og rúmgott með góðum innbyggðum fataskápum.
Baðherbergi, nýr stamdúkur á gólfi og flísalagðir veggir, dúklögð gólfsturta með flísalögðum veggjum, góð innrétting með marmara á borði og tengi fyrir þvottavél og góðir skápar á vegg.
Sér bílastæði, í lokaðri og upphitaðri bílageymslu með rafhleðslustöð og sameiginlegri þvottaaðstöðu fyrir bíla. Stæðið er merkt 23.
Sér geymsla, er í kjallara hússins, 4,5 fermetrar að stærð og merkt 903. Málað gólf og hillur.
Á 1. hæð hússins er samkomusalur með eldhúsi og snyrtingum sem er í sameign íbúða hússins og íbúar geta leigt gegn vægu gjaldi. Útgengi er á sameiginlegar svalir til austurs frá hæðinni með afar fallegu útsýni út á sundin og yfir austurhluta miðborgarinnar.
Einnig er húsvarðaríbúð í húsinu sem er í sameign íbúða hússins.Góð aðkoma er að húsinu frá Lindargötu með bílastæðum ásamt því að bílastæðahúsið við Vitatorg stendur í næsta nágrenni. Tvö sameiginleg rafhleðslustæði eru á lóðinni.
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu [email protected]