Langagerði 24, 108 Reykjavík (Austurbær)
125.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
5 herb.
112 m2
125.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1955
Brunabótamat
53.400.000
Fasteignamat
89.600.000

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu virkilega fallegt, vel skipulagt og mjög mikið endurnýjað 112,0 fermetra einbýlishús, hæð og ris, á 525,0 fermetra fallegri lóð á mjög grónum og eftirsóttum stað við Langagerði í Reykjavík. 
Efri hæð hússins er þó nokkuð undir súð og því er gólfflötur hússins mun stærri en uppgefnir fermetrar skv. opinberri skráningu bera með sér.

Fyrir liggja teikningar af bílskúr á lóðinni, ósamþykktar, en samþykki eigenda aðliggjandi eigna er fyrirliggjandi. Sækja þarf um leyfi fyrir byggingu bílskúrs til byggingaryfirvalda og yrði það í verkahring og á ábyrgð nýs eiganda að gera það.

Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á sl. árum:
- 2012 - eldhúsinnrétting og tæki endurnýjuð
- 2012 - Raflagnir og rafmagnstafla endurnýjuð
- 2014 - Klóaklagnir undir húsi og út í brunn sem einnig var endurnýjaður. Neysluvatnslagnir skoðaðar og sagðar í góðu ástandi.
- 2014 - Baðherbergi á neðri hæð endurnýjað
- 2015 - Gólfefni á neðri hæð endurnýjuð
- 2017- Hús að utan múrviðgert og málað
- 2017 - Þakjárn, þakpappi, þakrennur og niðurföll
- 2017- Gluggar á suður- og norðurhlið efri hæðar endurnýjaðir.  Gler að hluta endurnýjað í öðrum gluggum
- 2019 - Sett upp viðarverönd á lóð með skjólvegg, nýtt sorptunnuskýli, steyptur veggur á vestanverðri lóð og sett upp útigeymsla á lóðinni.
- Húsið að innan er að mestu nýmálað


Lýsing eignar:

Forstofa / hol, harðparketlagt, bjart og rúmgott með góðum innbyggðum fataskápum í vegg.
Herbergi I, harðparketlagt og stórt með gluggum í tvær áttir og innbyggðum skápum í vegg. 
Stofa, harðparketlögð, björt og rúmgóð með gluggum í tvær áttir og útgengi á viðarverönd til suðurs og þaðan á lóð.
Baðherbergi, með glugga, nýlega endurnýjað. Flísalagt gólf og veggir, flísalögð sturta með sturtugleri og innbyggðum tækjum, vegghengt wc og innrétting.
Eldhús, harðparketlagt og bjart með hvítum innréttingum með flísum á milli skápa, tengi fyrir uppvottavél og áfastri borðaðstöðu á einum vegg. 
Bakinngangur, innaf eldhúsi niður um tvö þrep. 
Geymsla, með glugga, lakkað gólf.
Þvottaherbergi, með tveimur gluggum, innréttingu og lökkuðu gólfi.
Geymsluloft, er yfir þvottaherbergi og geymslu.

Gengið er upp á efri hæð hússins um steyptan kókosteppalagðan stiga með glugga til norðurs.  Lítil geymsla er undir innistiga. Nýtt harðparket á herbergi og hol efri hæðar fylgir með eigninni.

Stigapallur, lakkað gólf og þaðan gengið í öll önnur rými á rishæð hússins.
Hjónaherbergi, stórt, harðparketlagt og súðarskápar.
Herbergi III, lítið og með föstum hillum og súðarskáp innaf, teppalagt.
Herbergi IV, stórt með gluggum í tvær áttir, harðparketlagt og með súðarskáp innaf.
Baðherbergi, með gluggum í tvær áttir, lakkað gólf, baðkar og súðarskápur innaf. 

Lóðin er 525,0 fermetrar að stærð og er afgirt að stórum hluta, rúmgóð viðarverönd til suðurs, tyrfðar flatir, trjárgróður og stór malarborin innkeyrsla.  Á lóð er fallegt geymsluhús.

Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á eftirsóttum og grónum stað þaðan sem stutt er í skóla, leikskóla, verslanir og þjónustu.

Allar nánari upplýsingar um eignina er að fá á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu [email protected]

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.