Ystasel 24, Reykjavík
Verð: 93.900.000
Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir virkilega fallegt, vandað og vel skipulagt 301,7 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum tvöföldum 45,6 fermetra bílskúr á rólegum og fallegum stað við Ystasel í Reykjavík. Húsið stendur á 700,0 fermetra mjög fallegri, ræktaðri og gróinni lóð með skjólsælli hellulagðri verönd til suðurs með hitalögnum undir. Mögulegt væri að gera litla aukaíbúð á neðri hæð hússins.
Eignin hefur verið þó nokkuð endurnýjuð í gegnum tíðina, t.a.m. eldhúsinnréttingar, loft á efri hæð tekin upp og sett innfelld og óbein lýsing, hurðagöt á efri hæð hækkuð, innihurðir á neðri hæð endurnýjaðar þvottaherbergi endurnýjað o.fl. Húsið var allt málað að utan, sem og gluggar, árið 2016.
Lýsing eignar:
Forstofa: sandsteinn á gólfi og fatahengi.
Innri forstofa: þaðan sem innangengt er í bílskúr, parketlögð og með fatahengi.
Hol: sandsteinn á gólfi.
Barnaherbergi I: innaf holi, rúmgott og parketlagt með fataskápum.
Vinnuherbergi: rúmgott, parketlagt. Í vinnuherbergi eru lagnir fyrir þvottaherbergi.
Sjónvarpsstofa: stór parketlögð. Í sjónvarpsstofu eru lagnir fyrir eldhús.
Gengið er upp á efri hæð hússins um fallegan bogadreginn steyptan og parketlagðan stiga með fallegu handriði.
Stigapallur: parketlagður og rúmgóður með vinnuaðstöðu og útgengi á skjólsæla hellulagða verönd til suðurs.
Samliggjandi stofur: rúmgóðar, bjartar og glæsilegar með mjög mikillil lofthæð, innfelldri og óbeinni lýsingu í loftum, útbyggðum glugga til vesturs og útgengi á stórar nýflotaðar svalir til norðurs.
Eldhús: náttúrusteinn á gólfi, fallegar hvítar og bæsaðar innréttingar með náttúrusteini á borðum, innbyggð ný uppþvottavél og gashelluborð. Góð borðaðstaða er í eldhúsi.
Þvottaherbergi: innaf eldhúsi er með glugga og góðum innréttingum með náttúrusteini á gólfi og borðum og vaskur. Gler-rennihurð er á milli eldhúss og þvottaherbergis.
Svefngangur: parketlagður.
Barnaherbergi II: parketlagt og rúmgott með fataskápum.
Barnaherbergi III: parketlagt og með fataskápum.
Hjónaherbergi: parketlagt og rúmgott með fataskápum.
Baðherbergi: marmari á gólfi og góðar innréttingar. Flísalögð sturta með glerhurð.
Sólskáli: sem innangengt er í úr baðherbergi er marmaralagður og með heitum potti. Úr sólskála er útgengi á skjólsæla hellulagða verönd til suðurs og þaðan á mjög fallega ræktaða lóð.
Bílskúr: er 45,6 fermetrar að stærð og með tveimur innkeyrsluhurðum auk göngudyra. Rafmagn, hiti og rennandi heitt og kalt vatn eru í bílskúr og miklir skápar.
Húsið að utan: og þak þess var allt málað árið 2016 og austurgafl sólskála klæddur með áli.
Lóðin: er mjög falleg og í góðri rækt. Hellulögð innkeyrsla og stéttir fyrir framan húsið eru með hitalögnum undir og hellulögð verönd á baklóð er einnig með hitalögnum undir.
Staðsetning: eignarinnar er mjög góð á rólegum og grónum stað þaðan sem stutt er í skóla, leikskóla og aðra þjónustu.