Kristnibraut 49, Reykjavík

Verð: 99.800.000


Tegund:
Fjölbýlishús
Stærð:
286.90 m2
Inngangur:
Sameiginlegur
Herbergi:
5
Byggingarár:
2003
Svefnherbergi:
3
Fasteignamat:
72.400.000
Baðherbergi:
3
Brunabótamat:
77.030.000
Stofur:
2
Bílskúr:

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu einstaklega glæsilega og vandaða 224,6 fermetra 5 herbergja íbúð á efstu hæð með gríðarlega fallegu útsýni, þakgarði til suðurs og vesturs, yfirbyggðum svölum til vesturs og tveimur bílskúrum, sem eru 38,1 og 24,2 fermetrar að stærð, í góðu fjölbýlishúsi með lyftu við Kristnibraut í Reykjavík.   Miklar fastar innréttingar og skápar eru í íbúðinni .

Eignin er öll hönnuð að innan af Guðbjörgu Magnúsdóttur arkitekt og er einstaklega vönduð.  Extra háar innihurðir eru í íbúðinni, fallegur arinn, vandaðar innréttingar og vönduð tæki. Aukin lofthæð er í allri íbúðinni of mikil innfelld lýsing er í loftum íbúðarinnar. 


Lýsing eignar:
Forstofa: stór og með miklum föstum fataskápum og föstum bekk.
Gestasnyrting: rúmgóð með flísalögðu gólfi og mosaiklögðum veggjum. Vönduð tæki, vaskborð úr graníti með frístandandi vaski og skúffum undir.
Sjónvarpshol: parketlagt og rúmgott með föstum skápum og hillum.
Barnaherbergi I: parketlagt og með föstum skápum og hillum. 
Hjónaherbergi: stórt og parketlagt með útgengi á rúmgóðan þakgarð til suðurs og vesturs.
Fataherbergi: parketlagt og með innréttingum.  Rennihurðu úr hjónaherbergi í fataherbergi.
Baðherbergi: stórt og með glugga.  Flísar á gólfi og mosaiklagðir veggir.  Góðar innréttingar, flísalögð stórt sturta með glugga, baðkar með mosaiklögn í kring og handklæðaofn. Vönduð tæki eru í baðherbergi.
Barnaherbergi II: mjög stórt, parketlagt og með föstum innréttingum og hillum.  Fallegt útsýni úr herbergi yfir Esjuna og víðar. 
Sturtuherbergi: flísalagt gólf og mosaiklagðir veggir, lítil innrétting og sturtuklefi. 
Samliggjandi stofur: stórar, parketlagðar, bjartar og glæsilegar með mjög mikilli lofthæð og mjög fallegum arni úr náttúrugrjóti.  Fastur bekkur úr náttúrugrjóti við hlið arins.  Úr stofu er bæði útgengi á þaksvalir til suðurs og á yfirbyggðar flísalagðar opnanlegar svalir til vesturs.  Úr stofum, frá þakgarði og af svölum er gríðarlega fallegt útsýni til vesturs yfir borgina og út á sjóinn og til norðurs að Esjunni. 
Eldhús: náttúruflísalagt og bjart með mjög fallegum hvítum innréttingum með graníti á borðum og innbyggðri uppþvottavél.  Vönduð tæki eru í eldhúsi og gert ráð fyrir tvöföldum ísskáp með klakavél.  Áföst borðaðstaða er á innréttingu í eldhúsi og borðkrókur einnig. 
Þvottaherbergi: náttúruflísalagt og með miklum föstum innréttingum og hillum. 

Bílskúr I: er 24,2 fermetrar að stærð með flísalögðu gólfi, rafmótor á hurð, hita, rennandi heitu og köldu vatni og vaski.  Gluggar og göngudyr eru á bílskúr.

Bílskúr II: er 38,1 fermetrar að stærð með flísalögðu gólfi, rafmótor á hurð, hita, rennandi heitu og köldu vatni og vaski.  Gluggar og göngudyr eru á bílskúr.

Í kjallara eru:
Sér geymsla: 11,3 fermetrar að stærð og með góðum hillum.
Sameiginleg hjólageymsla: með útgengi á lóð.

Húsið utan: virðist vera í góðu ástand sem og þakjárn, gler og gluggar. 

Sameign hússins er mjög snyrtileg og lyfta er í stigahúsi.  Ruslalúgur eru í stigahúsi. 
Óðinsgötu 4, 101 Reykjavík - – Sími 5704500 – fastmark@fastmark.is - http://www.fastmark.is