Stýrimannastígur 5, Reykjavík

Verð: 79.900.000


Tegund:
Einbýlishús
Stærð:
173.20 m2
Inngangur:
Sérinngangur
Herbergi:
7
Byggingarár:
1927
Svefnherbergi:
4
Fasteignamat:
89.100.000
Baðherbergi:
2
Brunabótamat:
45.920.000
Stofur:
3
Bílskúr:

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir virkilega vel staðsett einbýlishús á þremur hæðum auk bílskúrs við Stýrimannastíg í Reykjavík.  Aukaíbúð er á jarðhæð hússins og bílskúr er nýlega endurbyggður.  Aukin lofthæð er á 1. hæð hússins eða um 2,75 metrar.

Lýsing eignar:
Forstofa: linoleumdúklögð og með fatahengi.  Fallegur panell er á veggjum.
Samliggjandi stofur: rúmgóðar og bjartar, linoleumdúklagðar og með rennihurð á milli. 
Herbergi: innaf stofum, linoleumdúklagt. 
Eldhús: linoleumdúklagt og með fallegum upprunalegum innréttingum með flísum á milli skápa að hluta. 

Gengið er upp í ris um frekar brattan viðarstiga með góðum handriðum. 
Stigapallur: linoleumdúklagður og með súðargeymslum innaf. 
Barnaherbergi: linoleumdúklagt og með innbyggðum skápum.
Hjónaherbergi: stórt, linoleumdúklagt og með innbyggðum skápum. 
Baðherbergi: með glugga, linoleumdúklagt og með baðkari. 

Aukaíbúð á jarðhæð skiptist þannig:
Forstofa: parketlögð.
Hol: parketlagt.
Stofa: björt og parketlögð.
Eldhús: dúklagt og með snyrtilegri viðarinnréttingu með flísum á milli efri og neðri skápa.
Herbergi: parketlagt.
Baðherbergi: dúkur á gólfi, sturta og gluggi.

Sameiginlegt þvottaherbergi: er í kjallara hússins ( í gamla kyndiklefanum ) og er sérinngangur í það af baklóð hússins. 
Bílskúr: er nýlega endurbyggður og í góðu ástandi.  Innkeyrsluhurð er með rafmótor.  Göngudyr eru á bílskúr inn á baklóð og gluggar.  Hiti og rennandi vatn eru í bílskúr. 
Húsið að utan virðist vera í nokkuð góðu ástandi, sem og þak. 
Lóðin: er fullfrágengin og afgirt.

Samkvæmt Fasteignaskrá Íslands er húsið byggt 1927, en samkvæmt uppýsingum seljanda var það upphaflega reist 1907. Síðar var því breytt og byggt við það.
Óðinsgötu 4, 101 Reykjavík - – Sími 5704500 – fastmark@fastmark.is - http://www.fastmark.is