Sogavegur 101, Reykjavík

Verð: 63.900.000


Tegund:
Sérhæð
Stærð:
178.50 m2
Inngangur:
Sérinngangur
Herbergi:
6
Byggingarár:
1966
Svefnherbergi:
4
Fasteignamat:
60.850.000
Baðherbergi:
2
Brunabótamat:
43.430.000
Stofur:
2
Bílskúr:

Eignin er seld og er í fjármögnunarferli.

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir virkilega fallega og bjarta 178,5 fermetra 5-6 herbergja efri sérhæð að meðtöldum 28,8 fermetra bílskúr í mjög góðu og vel við höldnu fjórbýlishúsi á þessum eftirsótta stað við Sogaveg í Reykjavík. Hæðin er vel skipulögð og björt þar sem stórir gluggar einkenna hæðina. Tvö baðherbergi eru á hæðinni og rúmgóðar suðvestursvalir. Virkilega góð aðkoma er að bílskúr og húsinu frá lokuðum botnlanga við Rauðagerði. 

Gengið er inn um sérinngang á 2. hæð og þaðan er fallegur og bjartur parketlagður stigi með stórum glugga til suðausturs upp á efri hæð. Eignin hefur verið þó nokkuð endurýjuð undanfarið, m.a. hefur verið dregið nýtt rafmagn og skipt um rafmagnstöflur, eldhúsinnrétting nýlega sprautulökkuð og skipt um eldhústæki, vask, eldhúsborð og gólf verið endurnýjuð með sjónfloti. Auk þess hefur gestasalerni verið endurnýjað. Svefnherbergin eru fjögur talsins og öll rúmgóð. Möguleiki er að skipta upp einu svefnherbergi í tvö minni og gera fimmta svefnherbergið.


Lýsing eignar:
Neðri forstofa:
Með flísum á gólfi. Þaðan er gengið upp bjartan og rúmgóðan steyptan stiga með parketi. Gengið er niður í sameign frá neðri forstofu. 
Efri forstofa/hol: Með fallegu sjónfloti, góðum sprautulökkuðum klæðaskápum og gólfhita.
Gestasalerni: Hefur verið endurnýjað. Flísalagt í gólf og veggi, hvítur sprautulakkaður skápur við vask og upphengt salerni.
Svefnherbergi I: Er stórt, bjart með sjónfloti og gólfhita. Gluggar til suðausturs.
Þvottahús: Með flísum á gólfi, góð innrétting með skápum, vinnuborð með vask, tengi fyrir þvottavél og þurrkara og gluggi til norðausturs.
Geymsla/búr: Er staðsett fyrir innan þvottahús. Flísar á gólfi, hillur og gluggi til norðausturs.
Stofa: Er rúmgóð og björt með sjónfloti og stórum gluggum til norðvesturs. 
Borðstofa: Er rúmgóð og björt með sjónfloti. Borðstofa er opin við eldhús og stofu með stóra glugga til suðurs.
Eldhús: Með sjónfloti og sprautulakkaðri eldhúsinnréttingu. De Dietrich eldhústæki eru í eldhúsi, s.s. stál bakaraofn, innbyggð uppþvottavél og spansuðuhelluborð. Auk þess er stál háfur, fallegar flísar á vegg og stór gluggi til suðurs. Eldhús er opið við borðstofu og með gólfhita.
Gangur: Með sjónfloti og útgengi á góðar svalir til suðvesturs.
Svalir: Eru flísalagðar, rúmgóðar og snúa til suðvesturs.
Svefnherbergi II: Er rúmgott og bjart með sjónfloti. Gluggar til norðvesturs. Herbergið var áður tvö svefnherbergi og möguleiki að breyta því aftur til fyrra horfs og útbúa fimmta svefnherbergið.
Geymsla/fataherbergi: Með hillum og fataslá.
Svefnherbergi III: Með sjónfloti og glugga til vesturs.
Baðherbergi: Er flísalagt í gólf og veggi, baðkar með sturtuækjum, innrétting við vask og gluggi til norðausturs.
Hjónaherbergi: Með sjónfloti, góðum klæðaskápum á heilan vegg og glæsilegu útsýni til norðurs að Esjunni, Úlfarsfelli og víðar.
Bílskúr: Er rúmgóður eða 28,8 fermetrar með steyptu gólfi. Heitt og kalt vatn, rafmagn og upphitaður. Hægt að leggja tveimur bílum fyrir framan skúr. Góð aðkoma að bílskúr frá Rauðagerði. 

Um er að ræða vel staðsetta eign miðsvæðis í Reykjavík. Stutt er í alla verslun og þjónustu. Stutt í leikskóla (Vinagerði) og grunnskóla (Réttarholtsskóli/Breiðagerðisskóli). Auk þess er stutt í menntaskóla (MS) og íþróttasvæði. 

 
Óðinsgötu 4, 101 Reykjavík - – Sími 5704500 – fastmark@fastmark.is - http://www.fastmark.is