Kirkjusandur 3, Reykjavík

Verð: 0


Tegund:
Fjölbýlishús
Stærð:
209.80 m2
Inngangur:
Sameiginlegur
Herbergi:
5
Byggingarár:
1996
Svefnherbergi:
2
Fasteignamat:
73.250.000
Baðherbergi:
2
Brunabótamat:
72.460.000
Stofur:
3
Bílskúr:

Eignin er seld og í fjármögnunarferli.

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu virkilega glæsilega 209,8 fermetra útsýnisíbúð á efstu hæð í vönduðu fjölbýlishúsi við Kirkjusand 3 í Reykjavík að meðtöldum tveimur sér geymslum í kjallara og auk tveggja sér bílastæða í lokaðri og upphitaðri bílageymslu í kjallara hússins.  Tvennar svalir eru á íbúðinni, til norðurs og suðurs, og nýtur óviðjafnanlegs útsýnis frá eigninni yfir Sundin, að Esjunni, Akranesi og yfir borgina.  

Eignin er öll innréttuð á afar vandaðan og smekklegan máta með ljósum sérsmíðuðum viðarinnréttingum.  Aukin lofthæð er í íbúðinni, innfelld lýsing í loftum og arinn er í stofu.  Tvennar yfirbyggðar opnanlegar svalir.


Lýsing eignar:

Forstofa: parketlögð og með fataskápum á tveimur veggjum.
Geymsla: innaf forstofu er parketlögð og með hillum.
Borðstofa: rúmgóð og parketlögð. 
Setustofa: stór, björt og parketlögð með fallegum arni og útgengi á um 15,0 fermetra yfirbyggðar opnanlegar flísalagðar svalir til suðausturs.
Hjónaherbergi: stórt, parketlagt og með föstum skenk á einum vegg. 
Fataherbergi: innaf hjónaherbergi er parketlagt og með góðum fataskápum.
Baðherbergi: innaf hjónaherbergi er stórt, flísalagt gólf og veggir, innrétting, handklæðaofn og bæði baðkar og flísalagður sturtuklefi. 
Sjónvarpsstofa: parketlögð og með föstum skenk á einum vegg. 
Eldhús: parketlagt bjart og rúmgott með borðaðstöðu. Fallegar ljósar viðarinnréttingar og eyja með graníti á borði, spanhelluborði og nýlegum tækjum. Gert er ráð fyrir tvöföldum ísskáp í innréttingu og uppþvottavél er innbyggð. Úr eldhúsi er útgengi á um 15,0 fermetra flísalagðar yfirbyggðar opnanlegar svalir til norðvesturs með gríðarlega fallegu útsýni. 
Barnaherbergi: parketlagt og rúmgott með fataskápum og frábæru útsýni. 
Baðherbergi: flísalagt gólf og veggir, handklæðaofn, innrétting og flísalagður sturtuklefi. 

Á stigapalli fyrir framan íbúðina er setustofa með ofanbirtu, sem eingöngu er nýtt af íbúðunum tveimur sem eru á efstu hæð hússins.

Þvottaherbergi: er á millipalli og er sameiginlegt með íbúðinni á sömu hæð.  Gluggar og vaskur eru í þvottaherbergi.  

Í kjallara hússins eru:
Tvö sér bílastæði í lokaðri, upphitaðri og loftræstri bílageymslu. 
Sér geymsla: 8,3 fermetrar að stærð, loftræst og með hillum.
Sér geymsla: 17,0 fermetrar að stærð með hillum en óupphituð.

Á jarðhæð hússins eru:
Sameiginleg hjólageymsla og sameiginlegt rými sem er linoleumdúklagt og með góðum gluggum og er nýtt sem líkamsræktaraðstaða með tækjum.

Lóðin: er fullfrágengin og ræktuð með fjölda bílastæða beggja vegna hússins og einnig er vel hirtur púttvöllur á lóðinni. 

Húsið að utan: lítur mjög vel út, er klætt með áli með innbrenndum lit að hluta og gluggar og hús að hluta voru máluð að utan árið 2017.

Húsvörður er í húsinu og annast hann allt smávægilegt viðhald í sameign, þrif á sameign hússins og umhirðu lóðarinnar. 

Staðsetning eignarinnar er afar góð, miðsvæðis í borginni og stutt er í alla þjónustu. 
Óðinsgötu 4, 101 Reykjavík - – Sími 5704500 – fastmark@fastmark.is - http://www.fastmark.is