Smáraflöt 28, Garðabær

Verð: 0


Tegund:
Einbýlishús
Stærð:
310.40 m2
Inngangur:
Sérinngangur
Herbergi:
8
Byggingarár:
1963
Svefnherbergi:
5
Fasteignamat:
110.950.000
Baðherbergi:
3
Brunabótamat:
52.650.000
Stofur:
3
Bílskúr:

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir glæsilegt og frábærlega staðsett 310,4 fermetra einbýlishús á einstökum stað niður við opna svæðið við Lækinn á Flötunum í Garðabæ.  Húsið var stækkað mjög mikið árið 2008 og á sama tíma fór fram algjör endurnýjun eignarinnar.  M.a. voru allar lagnir endurnýjaðar, þ.m.t. klóaklagnir, drenlagnir, gólfhitalagnir lagðar í allt húsið nema kjallararými sem kynnt er með ofnum, raflagnir og tafla og sett upp hússtjórnarkerfi.  

Allar innréttingar, loftaklæðningar, baðherbergi og öll tæki í húsinu voru endurnýjuð á sama tíma.   Miklar fastar sérsmíðaðar og vandaðar innréttingar eru í húsinu. Innbyggt hljóðkerfi er í loftum í mörgum rýmum hússins.   Ingi í Lumex aðtoðaði og veitti ráðgjöf varðandi lýsingu í húsinu.  Húsið að innan og viðbygging þess eru hönnuð af Halldóru Vífilsdóttur arkitekt.


Lýsing eignar:
Forstofa: stór, terrasso á gólfi, miklir fataskápar með rennihurðum og skóskápar og hillur.  
Tvö mjög stór barnaherbergi: sem bæði eru parketlög. Bæði herbergi eru með gluggum í tvær áttir. 
Baðherbergi: með glugga, terrasso á gólfi og flísar á veggjum, innréttingar og stór flísalögð sturta með öryggisgleri. Vönduð tæki eru í baðherbergi, Duravit frá Philippe Stark. 
Hol: parketlagt og með föstum skenk og hillum.  Tækniskápur er við hol en þar er að finna ýmsan stjórnbúnað fyrir húsið.
Borðstofa: parketlögð og björt með föstum skenk og fallegu útsýni yfir opna svæðið við Lækinn.
Eldhús: er stórt og opið við borðstofu með terrasso á gólfi  Mjög miklar og fallegar sérsmíðaðar innréttingar og eyja eru í eldhúsi, bæði úr viði og burstuðu stáli með quartz á borðum.  Tveir vaskar eru í eldhúsi, helluborð í eyju með stórum háfi yfir, tveir ofnar í innréttingu, vínkælir og þrjár útdraganlegar uppþvottavélar eru í innréttingu. 
Þvottaherbergi: stórt, terrasso á gólfi, gluggi og miklar innréttingar með vélum í vinnuhæð.  Vinnuborð og vaskur eru í þvottaherbergi.
Setustofa: sem gengið er í niður þrjú þrep úr borðstofu. Setustofan er parketlögð með fallegum arni, fallegum útbyggðum djúpum glugga með setbekk í gluggakistu og útgengi á skjólsæla viðarverönd til suðurs um rennihurð. Rafdrifnar gardínur eru í setustofu.
Svefngangur: er parketlagður.
Barnaherbergi III: er um 9,0 fermetrar, parketlagt og með lausum fataskápum.
Barnaherbergi IV: er um 12,5 fermetrar, parketlagt og með lausum fataskápum.
Baðherbergi: með glugga, terrasso á gólfi, innréttingar, baðkar með fallegri flísalögn í kring og vönduð tæki eru í baðherbergi, Duravit frá Philippe Stark.
Sjónvarpshol: parketlagt og með föstum sérsmíðuðum skenk.
Hjónaherbergi: mjög stórt, parketlagt og bæði með miklum fataskápum með rennihurðum og föstum skenk.  Úr hjónaherbergi er útgengi á viðarverönd til suðurs. 
Baðherbergi: innaf hjónaherbergi er með glugga, terrasso á gólfi, flísalagðir veggir, innréttingar og flísalögð sturta með öryggisgleri.  Vönduð tæki eru í baðherbergi, Duravit frá Philippe Stark.

Í kjallara hússins: sem gengið er í um sérinngang frá vesturhlið hússins er 69,6 fermetra tómstundarými með fullri lofthæð, parketlagt og með tveimur litlum gluggum til vesturs. Rými í kjallara er upphitað með ofnum og með vaski.  Þetta rými er hægt að nýta á ýmsa vegu, t.d. sem hobbýherbergi, líkamsrækt eða mögulega sem stúdíóíbúð.

Húsið að utan: var allt múrviðgert og málað árið 2008 og lítur vel út.  Í viðbyggingum hússins frá 2008 eru gluggar frá þeim tíma en aðrir gluggar voru yfirfarnir, skipt um gluggalista og þeir málaðir. Allt gler og gluggar í húsinu líta vel út. Nýlegur stór gluggi til suðurs er í setustofu og nýleg rennihurð. 

Lóðin: er fullfrágengin með hellulagðri innkeyrslu og stéttum fyrir framan hús með hitalögnum undir, tyrfðri flöt til vesturs og suðurs og nýlegri og skjólsælli viðarverönd til suðurs útaf setustofu og hjónaherbergi. Fallegur trjágróður er á lóðinni, sem er afar skjólsæl.  Heitur pottur er á verönd.

Staðsetning: eignarinnar er virkilega góð á rólegum stað neðst á Smáraflötinni við opna svæðið niður við Lækinn og fallegs útsýnis nýtur frá eigninni yfir hraunið. 
Óðinsgötu 4, 101 Reykjavík - – Sími 5704500 – fastmark@fastmark.is - http://www.fastmark.is