Laufásvegur 22, Reykjavík

Verð: 107.500.000


Tegund:
Einbýlishús
Stærð:
341.30 m2
Inngangur:
Sérinngangur
Herbergi:
10
Byggingarár:
1915
Svefnherbergi:
6
Fasteignamat:
103.800.000
Baðherbergi:
3
Brunabótamat:
62.900.000
Stofur:
4
Bílskúr:

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir virkilega vel staðsett og mjög fallegt 228,2 fermetra einbýlishús á þremur hæðum auk 23,4 fermetra bílskúr og óskráðs rislofts með tveimur herbergjum við Laufásveg 22 í Reykjavík.

Það sem gert hefur verið fyrir eignina frá 1980 er eftirfarandi:
 
> Kjallari dýpkaður  í kringum árið 1980.
> Nýtt járn á þak í kringum árið 2000.
> Nýtt rafmagn - á kringum árið 1985
> Klæðning utan á hús (forskalning brotin af; ártal 77-80.)
> Klósett og bað sett í kjallaraíbúð (ártal 1990 -2000  )
> Drenað frá götumegin og nýr útveggur steyptur götumeginn  ca 1990-1999
drenað og SA þegar skemmtihúsið er byggt 1995Lýsing eignar:
1. hæð hússins, sem er 114,1 fermetri að stærð skiptist þannig:
Forstofa: flísalögð og með fatahengi. 
Innri forstofa: flísalögð og með fatahengi. 
Gestasnyrting: með glugga, flísalagt gólf.
Hol: parketlagt og þaðan er fallegur viðarstigi upp á efri hæð hússins auk þess sem innangengt er í kjallara hússins.
Þrjár samliggjandi stofur: stórar, glæsilegar og skiptanlegar.  Útgengi er úr einni stofu á svalir til vesturs.
Eldhús: stórt, korklagt og með góðri borðaðstöðu.  Eldri viðarinnréttingar eru í eldhúsi.  
Búr: innaf eldhúsi með útgengi á framlóð hússins.

Efri hæð hússins er 87,2 fermetrar að stærð og skiptist þannig:
Stigapallur: dúklagður.
Snyrting: með þakglugga, dúklögð.
Baðherbergi: með glugga, rúmgott og þar er gert ráð fyrir baðkari.
Svefnherbergi I: rúmgott og með lausum fataskápum. Furugólfborð undir núverandi gólfefnum.
Svefnherbergi II: stórt og með lausum fataskápum.  Furugólfborð undir núverandi gólfefnum.
Hjónaherbergi: mjög stórt og með innbyggðum skápum.  Furugólfborð undir núverandi gólfefnum.

Risloft, sem er ekki inni í fermetrafjölda eignarinnar skiptist þannig:
Miðrými: furugólfborð.
Herbergi I: með gaflglugga og furugólfborðum.
Herbergi II: með gaflglugag og furugólfborðum.
Súðargeymsla: innaf miðrými.

Kjallari hússins, sem er 114,1 fermetri að stærð og bæði er innangengt í og sérinngangur skiptist í sér íbúð og rými sem nýtt er með efri hæðum hússins:
Íbúð: með sérinngangi, skiptist í forstofu, herbergi, stofu, eldhús, geymslu og baðherbergi með sturtu.  Íbúðin er komin á tíma og þarfnast lagfæringar en þó hefur verið skipt um gler og glugga.
Rými nýtt með efri hæðum skiptist í gang með tveimur geymslum innaf, stórt herbergi með glugga og þvottaherbergi/kyndiklefa með útgengi á baklóð hússins. 

Bílskúr: er með rafmagni og gluggum.  Undir bílskúr að hluta er geymslurými.

Húsið að utan: er klætt með viði og virðist vera í góðu ástandi.  Þakjárn er ca. 20 ára gamalt og virðist í góðu lagi.  Einfalt og tvöfalt gler er í húsinu en virðist vera í góðu ástandi, sem og gluggar að mestu leiti. 

Staðsetning eignarinnar: er virkilega góð á fallegum og rólegum stað í Þingholtunum.
Óðinsgötu 4, 101 Reykjavík - – Sími 5704500 – fastmark@fastmark.is - http://www.fastmark.is