Brautarholt 2, Reykjavík

Verð: 0


Tegund:
Atvinnuhúsnæði
Stærð:
544.80 m2
Inngangur:
Sérinngangur
Herbergi:
Byggingarár:
1959
Svefnherbergi:
Fasteignamat:
25.050.000
Baðherbergi:
9
Brunabótamat:
28.700.000
Stofur:
Bílskúr:
Nei

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu heila húseign á fjórum hæðum við Brautarholt 2 í Reykjavík (merkt 01). Húsið stendur á 1.210,0 fermetra leigulóð og deilir lóð með byggingu sunnan megin á lóð (merkt 02). Hugsanlega fengist leyfi til þess að byggja tvær hæðir ofan á eignina í samræmi við hæð og útlit aðliggjandi fasteigna. Efsta hæðin yrði þá að öllum líkindum inndregin og eitthvað minni.

Fasteignin er 574,2 fermetrar (brúttó) samkvæmt skráningartöflu í eignaskiptayfirlýsingu en er skráð 544,8 fermetrar (brúttó) að stærð skv. FMR þar sem 29,4 fermetrar eru ekki með fullri lofthæð í risi.

Húsið hefur verið endurnýjað þó nokkuð að innan á undanförnum árum þar sem útbúnar hafa verið 9 íbúðir (stúdíó og 2ja herbergja). Auk þess eru tvö góð verslunarpláss á jarðhæð með góðum verslunargluggum og mikilli lofthæð.


Eignin skiptist þannig:

Á jarðhæð: Eru tvö verslunarrými, bæði með sérinngang frá Brautarholti. 
Verslunarrými I:
Sem er skráð 72,8 fermetrar. Með góðum verslunargluggum, góðri lofthæð og sérinngangi. Nuddstofa er starfandi í húsnæðinu með 5 ára leigusamning sem rennur út um áramótin 2017/2018.
Verslunarrými II: Sem er skráð 43,5 fermetrar. Með góðum verslunargluggum og sérinngangi. Nýtt í dag sem vinnustofa/verslun. Steypt gólf og lofthæð um 4 metrar. Kaffiaðstaða og salerni í rými.
Aðalinngangur: Er frá jarðhæð. Bjartur inngangur með góðum gluggum frá Brautarholti. Þaðan er annarsvegar gengið upp stiga á efri hæðir og hinsvegar niður í geymslu/þvottahús þaðan sem útgengt er í bílastæðaport á baklóð.

Á 2. hæð: Hafa verið innréttaðar þrjár íbúðir. Heildarstærð 133,2 fermetrar auk sameignar.
Íbúð I: Forstofa: Með flísum á gólfi og fatahengi. Opið rými: Með parketi á gólfi, gluggum til vesturs, eldhúsinnréttingu, sturtu, skápum og eldavél. Aukin lofthæð í rými. Baðherbergi: Er flísalagt, með innréttingu við vask og salerni.
Íbúð II: Opið rými: Sem skiptist í stofu og eldhús. Parket á gólfi. Gluggar til vesturs. Viðareldhúsinnrétting, eldavél, gufugleypir og  rými fyrir eldhúsborð. Svefnherbergi:  Er með parket á gólfi, klæðaskápar og gluggi til vesturs. Baðherbergi: Er flísalagt í gólf og veggi, sturta, vegghent salerni og vaskur.
Íbúð III:  Opið rými: Sem skiptist í stofu og eldhús. Parketi á gólfi. Gluggar til austurs. Viðareldhúsinnrétting, eldavél, gufugleypir og  rými fyrir eldhúsborð. Svefnherbergi: Hefur verið stúkað frá opna rýminu. Parket á gólfi, klæðaskápar og gluggi til austurs. Baðherbergi: Er flísalagt í gólf og veggi, sturta, vegghent salerni og vaskur.
Geymsla: Með parketi á gólfi, gluggum til austurs og kerfislofti.

Á 3. hæð: Hafa verið innréttaðar þrjár íbúðir. Heildarstærð 133,2 fermetrar auk sameignar.
Íbúð IV:
 Opið rými: Sem skiptist í litla stofu,  eldhús og pláss fyrir rúm. Parketi á gólfi. Gluggar til vesturs. Viðareldhúsinnrétting, eldavél, gufugleypir, hillur og flísar fyrir ofan innréttingu. Svefnstæði: Er opið við stofu og eldhús. Parket á gólfi. Baðherbergi: Er flísalagt í gólf og veggi, sturta, salerni og vaskur.
Íbúð V: Opið rými: Sem skiptist í stofu og eldhús. Parket á gólfi. Gluggar til vesturs. Viðareldhúsinnrétting, eldavél, gufugleypir, hillur og flísar fyrir ofan innréttingu. Svefnherbergi:  Er með parket á gólfi, klæðaskápar og gluggi til vesturs. Baðherbergi: Er flísalagt í gólf og veggi, sturta, vegghent salerni og vaskur.
Íbúð VI: Opið rými: Sem skiptist í stofu og eldhús. Parketi á gólfi. Gluggar til austurs. Hvít eldhúsinnrétting með eikar borðplötu, eldavél, gufugleypir, gert ráð fyrir barstólum við eldhúsborð. Svefnherbergi: Hefur verið stúkað frá opna rýminu. Parket á gólfi, klæðaskápar og gluggi til austurs. Baðherbergi: Er flísalagt í gólf og veggi, sturta, vegghent salerni og hvít innrétting við vask.

Á 4. hæð: Hafa verið innréttaðar þrjár íbúðir. Hluti undir súð og því er gólfflötur stærri en uppgefnir fermetrar.
Íbúð VII: Opið rými: Sem skiptist í litla stofu,  eldhús og pláss fyrir rúm. Parketi á gólfi. Gluggar til vesturs. Viðareldhúsinnrétting, eldavél, gufugleypir, hillur og flísar fyrir ofan innréttingu. Rúmstæði: Er opið við stofu og eldhús. Parket á gólfi. Hluti af rými er undir súð og því er gólfflötur stærri en uppgefnir fermetrar. Baðherbergi: Er flísalagt í gólf og veggi, sturta, salerni og vaskur.
Íbúð VIII: Opið rými: Sem skiptist í stofu og eldhús. Parket á gólfi. Gluggar til vesturs. Viðareldhúsinnrétting, eldavél, gufugleypir, hillur og flísar fyrir ofan innréttingu. Svefnherbergi:  Er með parket á gólfi, klæðaskápar og gluggi til vesturs. Baðherbergi: Er flísalagt í gólf og veggi, sturta, vegghent salerni og vaskur.
Íbúð IX: Opið rými: Sem skiptist í forstofustofu og eldhús. Parketi á gólfi. klæðaskápar, gluggar til austurs. Hvít eldhúsinnrétting, eldavél, gufugleypir, tengi fyrir uppþvottavél. Svefnherbergi: Parket á gólfi og gluggi til austurs. Baðherbergi: Er flísalagt í gólf og veggi, sturta, tengi fyrir þvottavél og þurrkara, vegghent salerni og vaskur.

Um er að ræða virkilega vel staðsetta eign í miðborg Reykjavíkur sem bíður upp á mikla möguleika.
Óðinsgötu 4, 101 Reykjavík - – Sími 5704500 – fastmark@fastmark.is - http://www.fastmark.is