Birkigrund 47, Kópavogur

Verð: 69.900.000


Tegund:
Sérhæð
Stærð:
182.40 m2
Inngangur:
Sérinngangur
Herbergi:
7
Byggingarár:
1976
Svefnherbergi:
4
Fasteignamat:
49.750.000
Baðherbergi:
2
Brunabótamat:
49.600.000
Stofur:
3
Bílskúr:

-----------Birkigrund 47. Opið hús miðvikudaginn 27. september milli kl. 17:15 og 17:30-----------

Fasteignamarkaðurinn ehf. s. 570-4500 kynnir virkilega fallega, vel skipulagða og þó nokkuð endurnýjaða 182,4 fermetra 7 herbergja efri sérhæð auk kjallara á eftirsóttum stað við Birkigrund í Kópavogi. Stórt herbergi í kjallara (ca. 20 fm) er ekki inn í fm tölu eignarinnar og er hún því rúmlega 200 fermetrar. Tvær samþykktar íbúðir eru í húsinu og eignaskiptayfirlýsing er fyrirliggjandi.


Eignin hefur verið þó nokkuð endurnýjuð á sl. árum og að utan hefur eignin alltaf fengið mjög gott viðhald og endurnýjun og er í góðu ástandi. 
Nýlega var skipt um þakefni og þakkantur einnig klæddur með áli með innbrenndum lit. Gler og gluggar hafa verið endurnýjuð eins og þurft hefur og eru í góðu ástandi.  Baðherbergi og eldhús hafa verið endurnýjuð.  Innkeyrsla og stéttir fyrir framan húsið eru steypt með mynstursteypu og með hitalögnum undir. Útitröppur voru byggðar uppá nýtt fyrir fáeinum árum síðan og settar hitalagnir í þær.


Nánari lýsing:
Forstofa: flísalögð og með fatahengi.
Barnaherbergi I: við forstofu, rúmgott, parketlagt og með fataskápum.
Gestasnyrting: með glugga, flísalögð í gólf og veggi.
Hol: parketlagt.
Gangur: parketlagður.
Barnaherbergi II: parketlagt og með fataskáp.
Baðherbergi: með glugga, rúmgott, og flísalagt í gólf og veggi. Góðar innréttingar og bæði hornbaðkar með nuddi og sturtuklefi.
Hjónaherbergi: stórt, parketlagt og með miklum fataskápum.
Þrjár samliggjandi stofur: parketlagðar og bjartar með fallegum arni. Úr stofum er útgengi á tvennar svalir, til suðurs og vesturs.
Eldhús: opið við borðstofu, flísalagt og rúmgott með fallegum spónlögðum innréttingum með flísum á milli skápa og nýlegum tækjum. Tengi fyrir uppþvottavél og góð borðaðstaða.
Búr: er innaf eldhúsi, með hillum.
Þvottaherbergi: er innaf eldhúsi, lakkað gólf, góðar innréttingar með vélum í vinnuhæð og vaskur.
Innangengt er frá efri hæð niður á neðri hæð hússins þar sem eru:
Forstofa: flísalögð með bakútgangi á lóð og geymsla undir innistiga. 
Stórt herbergi: flísalagt og þaðan er innangengt í bílskúr.
Bílskúr: rúmgóður með rafmótor á bílskúrshurð, góðum gluggum og rennandi heitu og köldu vatni.  
(Mögulegt væri að útbúa stúdíóíbúð með sérinngangi í bílskúr, herbergi og forstofu neðri hæðar).

Húsið að utan: er í góðu ástandi.  Þakefni og þakkantur eru nýlega endurnýjuð og gler og gluggar eru í góðu ástandi.  Húsið er nýlega málað að utan.
Lóðin: er 622,0 fermetrar að stærð með stórri steyptri innkeyrslu og stéttum fyrir framan húsið með hitalögnum undir.  Framlóð er tyrfð og með gróðri.

Staðsetning eignarinnar er afar góð á rólegum og veðursælum stað í Fossvoginum þaðan sem stutt er í leikskóla, barnaskóla, íþróttasvæði og aðra þjónustu.
Óðinsgötu 4, 101 Reykjavík - – Sími 5704500 – fastmark@fastmark.is - http://www.fastmark.is