Sumarbústaður Dagverðarnes Skorradal 131, Borgarbyggð

Verð: 36.700.000


Tegund:
Sumarhús
Stærð:
78.60 m2
Inngangur:
Sérinngangur
Herbergi:
4
Byggingarár:
1995
Svefnherbergi:
3
Fasteignamat:
17.450.000
Baðherbergi:
Brunabótamat:
23.950.000
Stofur:
1
Bílskúr:
Nei

Fasteignamarkaðurinn ehf. s. 570-4500 kynnir vandaðan og vel byggðan 59,9 fermetra sumarbústað ásamt 18,7 fermetra gestahúsi með gufubaði á gróinni og vel staðsettri eignarlóð við Dagverðarnes í Skorradal, sem vaxin er bæði birki og sígrænum gróðri, háum skógi fallegra grenitrjáa. Stórkostlegt útsýni er yfir Skorradalsvatn.

Verönd er við bústaðinn á þrjá vegu og malarborin afmörkuð bílastæði eru við framlóð hússins.

Lýsing sumarbústaðar:
Forstofa, með skáp. Flísar á gólfi.
Herbergi, við forstofu með rúmi og kojum. Parket á gólfi.
Stofa, með kamínu og útgengi er um vængjahurð á verönd sem umlykur bústaðinn á þrjá vegu. Panell er í loftum og á veggjum. Parket á gólfi.
Opið eldhús, innaf stofu með furuinnréttingum. Parket á gólfi.
Hjónaherbergi/stærra herbergi, með skápum. Veggir eru furuklæddir og veggfóðraðir. Parket á gólfi.
Baðherbergi, með glugga, sturtuklefa og innréttingu undir vaski. Flísar á gólfi og málaður baðstofupanell á veggjum, en hvíttaður í loftum.

Lýsing gestahús sem er sérstætt á landinu:
Herbergi, með sérinngangi að utan.
Baðherbergi, með glugga sturtu og vaski og salerni og gufubað þar innaf.
Heilsoðinn dúkur er á gólfum. Gestahúsið er furuklætt í gólf og veggi.

Bústaðurinn er hitaður upp með rafmagni og í hvoru húsi eru 150 lítra hitakútur. Kalt vatn kemur úr vatnsbóli í sumarhúsahverfinu.
Sumarbústaðurinn er byggður árið 1995, en gestahúsið byggt árið 2000.

Bátur með utanborðsmótor getur selst með húsinu á sanngjörnu verði.
Landið er eignarland 4.225,0 fermetrar að stærð.

Eignaskipti koma til greina á íbúð á Stór Reykjavíkursvæðinu.